top of page
309009129_622369289371601_231764014691959973_n.jpg

Flísalögn

Flísalögn er ein af okkar sérgreinum og við leggjum mikinn metnað í að skila glæsilegum verkum af okkur. Hér hjá Almennu múrþjónustunni skiljum við að undirvinnan fyrir flísalögn sé jafn mikilvæg og flísalögnin sjálf. Við leggjum áherslu á smáatriðin svo þú þurfir ekki að hafa áhyggjur af lélegum frágangi síðar meir.

 

Þegar á að flísaleggja er mikilvægt að gæta þess að undirvinna sé rétt unnin. Tryggja þarf að yfirborðið sé tilbúið fyrir flísalögnina, að það sé slétt og laust við allt ryk. Á baðherbergjum og vot rýmum þarf sérstaklega að passa að vatnsvörnin sé rétt unnin svo hún sé vatnsþétt. Þegar flísalagt er á vatnsvörnina og fúgubilin hreinsuð þarf að vanda til verka því auðvelt er að hnjaska vatnsvörnina og þá getur raki komist framhjá henni og valdið rakaskemmdum.

 

Sérþekking okkar á flísalögnum gerir það að verkum að við getum ráðlagt um bestu efnin, flísar og hönnuna að hverju sinni, til að tryggja sem bestu útkomu. Við leggjum mikinn metnað í flísalögn sem skilar sér í  verkinu. Allt frá því að undirbúa og vernda vot rými á réttan hátt, í að velja efni og leggja flísar af nákvæmni, enginn þáttur er yfirlitinn þegar kemur að flísalögn. Við höfum einnig aðgang að fjölbreyttu úrvali flísalagnaefna og sérvöru, þannig getum við unnnið flísalögn fyrir allar aðstæður.

 

 

Við erum til staðar til að svara öllum spurningum sem þú gætir haft um flísalögn, svo ekki hika við að hafa samband. Með sérfræðiþekkingu okkar á flísalögnum geturðu verið viss um að við munum vinna flísalaögnina þína af nákvæmni .

bottom of page