top of page
IMG_0668.jpg

Inndæling

Við sérhæfum okkur í inndælingu og höfum mikla reynslu í sprunguviðgerðum.  Ekki er nóg að vita hvernig á að dæla inn í sprunguna, heldur þarf einnig að vita hvaða efni virkar best hverju sinni, hvort sem markmiðið sé að þétta steypu sem er orðin léleg, líma aftur saman steypta fleti eða þétta sprungur sem leka.

 

Hvað er inndæling?

Inndæling er aðferð til að dæla efni inn í sprungur í steinsteypu. Í flestum tilfellum er þessi aðferð notuð til þess að gera við leka og það virkar vel til lengri tíma.

Þegar dælt er inn í sprungu er borða sitthvoru megin við sprunguna með 45° stefnu  inn í sprununa með jöfnu millibili,  borholurnar hreinsaðar og komið inndælingar nipplum fyrir í holunum og þeir hertir.  Dælt er inndælingarefni í sprunguna.  Þegar efnið hefur tekið sig eru nipplarnir fjarlægðir sárin löguð með þar til gerðum múr.

 

Það eru tvö meginefni sem við notum til að þétta sprungur, epoxy er tveggja þátta plastefni sem er notað í sprunguviðgerðir á burðarvirkjum þar sem það hefur lága seigju og sterka viðloðun við steypu, það fyllir í sprungur og steypuhreiður og veitir vatnshelt innsigli sem stöðvar lekann.  Að nota epoxy inndælingarefni hjálpar einnig við að endurheimta upprunalegan styrkleika steypunnar, þéttir hana upp á nýtt sem kemur í veg fyrir frekari skemmdir. Við notum einnig pólýúretan í inndælingu til þess að fylla sprungur og steypuhreiður. Þessi lausn stöðvar leka hratt, myndar öflugt innsigli og stöðvar frekari skemmdir og innkomu vatns. Þetta efni hefur lága seigju sem gerir því keyft að komast inn í minnstu sprungur og loka þeim. Þegar efnið tekur sig myndar það sterkt teygjanlegt innsigli til frambúðar.

Ef þú ert að leita af fagmönnum í inndælingu hjá þér, þarftu ekki að leita lengra.  Hér hjá Almennu múrþjónustunni höfum við mikla reynslu á þessu sviði og notumst við fullkominn tækjabúnað til að tryggja að inndælingar þjónustan okkar standist hörðustu kröfur.  

Hafðu samband og fáðu ókeypis ráðgjöf og verðtilboð

bottom of page