top of page

Gólfslípun

Ert þú að leita af verktaka til að slípa og pólera steinsteypu, fjarlægja gamalt epoxý, flísar, dúk og lím af gólfi eða einfaldlega að gera gólflötinn tilbúið fyrir nýtt gólfefni, þá býr Almenna múrþjónustan yfir fullkomnum búnaði og reynslunni til að vinna verkið vel og á áætlun.

Kostir þess að velja Almennu múrþjónustuna:

  • Verktaki með ítarlegan skilning á mismunadi aðferðum til að undirbúa og slípa steinsteypu og getur ráðlagt þér hvað hentar best hverju sinni.

  • Almenna múrþjónustan á fullkominn tækjabúnað í verkið

  • Tækin okkar mynda lítið sem ekkert ryk (99% ryklaus framkvæmd)

  • Vanir fagmenn sem vinna verkið hratt og örugglega

Slípun fyrir flot eða önnur gólfefni.

Gólfslípun er aðferð til þess að undirbúa bæði nýja eða gamla steypu fyrir flot og gólfefni og einnig til að hreinsa burt ójöfnur og önnur óhreinindi af steypunni. Þegar ný steypa er slípuð er efsta lagið slípað af henni til að efnið sem sett er yfir hana nái sem bestri bindingu.

 

Gólfslípun og pólering

Ferlið hefst á því nota grófa demantsklossar í gólfslípivélina sem virka vel til þess að fjarlægja ójöfnur og bletti og fleirra af steypunni.  Eftir þetta skref er er steypan fínslípuð, þá eru alltaf notaðir fínni og fínni púðar undir vélina til þess að gera steypuna sléttari og fá upp gljáa.  Í þessu ferli er herðir settur á steypuna og gerir hann hana bæði slitsterkari, þéttari og minnkar viðhald til muna.

 

 

Hafðu samband við okkur í dag og fáðu fría ráðgjöf og verðtilboð

bottom of page